Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs

Hér er aðgengileg á vefnum náttúrumæraskrá sem Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Egilsstöðum tók saman, fyrst 1998 í tengslum við svæðisskipulag og endurskoðaði 2007-2008 í tengslum við aðalskipulag. Í skránni eru lýsingar á um 600 stöðum og svæðum sem höfundur telur sérstaklega athyglisverð og kallar náttúrumæri (venjulega kallað náttúruminjar) og er þeim skipt í fjóra flokka eftir áætluðu verndargildi. Víða eru mærin tengd saman í stærri svæði sem kallast griðlönd.
Í vefsjánni hér til hægri má sjá þau náttúrumæri sem höfundur telur hafa mest verndargildi (rauð) og næstmest verndargildi (gul), auk þess sem votlendi eru afmörkuð með bláum lit og griðlönd eru sýnd með gænu merki og umfang þeirra með gráum línum. Í textaham (sjá neðar) má svo finna lýsingar mæra og griðlanda, eins og þær eru í skránni.
Nánari upplýsingar eru í formála (textaham).

Leiðbeiningar:

Nánari upplýsingar fást með því að smella á merki eða lituð svæði. Tólin efst til vinstri má nota til þess að færa myndina nær og fjær eða til hliðar. Sjá má loftmynd með því að smella á "Satellite" efst til hægri.


Skoða textaham


Sjá öll svæði í vefsjá


Í reitinn hér fyrir neðan má slá inn leitarorð eða hluta orðs og birtast þá á kortinu staðir þar sem orðhlutinn kemur fyrir í lýsingunni. Leit í textaham getur skilað fleiri niðurstöðum.
Ath: Notið aðeins eitt orð eða hluta orðs.